Vinkonutal:
-Í dag hitti ég mann sem vildi sýna mér fóðrið á frakkanum sínum.
-hvernig veistu að það var bara fóðrið sem að hann vildi sýna þér?
-Nú, það var einfalt. Hann var bara í frakkanum!
Hrós?
-Þú minnir mig á fræga kvikmyndastjörnu, sagði hún við hann.
-Nú er það Jhon Travollta eða Arnold Sw?
spurði hann upp með sér.
-Nei, Gremmlings!
Trimmklúbbur
-Við erum að byrja með trimmklúbb. Ertu með? -Já, kannski sem passívur félagi.
Læknisskoðun
Ung kona var að fara í læknisskoðun og skammaðist sín rosalega af því að hún var of feit. Þegar hún var komin úr fötunum var hún orðin eldrauð í framan og sagði: -Ég skammast mín svo, læknir, ég verð að fara að æfa, ég er algjörlega búin að missa tökin.
Læknirinn skoðaði augun og eyrun á henni og sagði svo: -Hva, þú þarft ekkert að skammast þín, þú lítur ekkert svo illa út.
-Finnst þér það í alvöru, læknir?
spurði hún.
-Aðvitað finnst mér það, sagði læknirinn. -Opnaðu nú munninn og segðu: MUU, BELJAN ÞÍN!
Óli litli
Einu sinni var blindur strákur sem hét óli, honum fannst leiðinlegt að vera blindur: Dag einn spurði hann mömmu sína hvernig hann gæti læknast af blindunni. Hún sagði að hann þyrfti bara að fara upp í herbergið sitt og telja uppá milljón. Hann fór og gerði það. Svo þegar hann var búinn að telja fór hann niður til mömmu sinnar og sagði:Mamma ég er ennþá blindur, hvað er að? Mamma hans svarar : 1. Apríl Óli minn!!!
-Jakob Pálmi-
Sendið okkur einhverja brandara.... Takk Fyrir....
|